Afríka.

Efnahagsmá eru auðvitað á borðum allra heima og ég verð að segja að maður finnur til með þeim sem eiga erfit um þessar mundir. Verð þó að rifja upp er Geir H. Harde var í heimabæ mínum St John´s á Nýfundnarlandi síðast liðið haust. Var hann þá nokkuð boru brattur. Tjáði hann gestum á fyrirlestrinuum að efnahagurinn kæmi til með að rétta úr sér ekki seinna en um sumarið. Heldur bettur hafa þessir stjórmálamenn ekki hugmyndi hvað þeyr segja. En verð þó að segja að það var okkur í hag er við vorum heima í haust að krónan var nær 100% verðminni en árið áður.                       

En nú er ég stadur í Luanda höfuðborg Angóla og verð ég að segja að eftir tvær vikur hér hefur við horf mitt á lifnaðar hætti okkar breist. Kemur svo í ljós er ég kem heim aftur í lok þessar mánaðar hvort það hafi mikil áhrif á hverning ég lifi mínu lífi. Eitt er ljóst að maður getur ekki vorkent sjálfum sér er maður hefur ekki allt sem hugurinn girnist.

Hér í Luanda er nokkur velmögun nokkur og eru Hummer, BMW, VW, Landcruser, Rover og fleiri gæða bifreiðar á hverju göttu horni. En þar á milli er fólk ekki með skó á fótunum og ferðast fleiri Km her innan borgarinar til að sækja vatn. Verð ég að segja að það er erfit að ferðast um borgina án þess að vera snortinn af fólkinu sem lifir langt fyrir neðan öll eðlileg viðmiðunar mörk sem við erum vön.  En samt er fólk her óhemju hamingjusamt og hef ég sjaldan hitt eins vingjarlegt fólk.  Einhverjir segja eflaust, það þekkir ekkert annað. Það er ekki rétt því hér er mikill olíu iðnaður sem fleitir nokkrum feitum sauðum sem lifa mun bettur en margt okkar í hinum vestræna heimi og búa þeir hér á milli samlanda sinna sem ekki hafa mikið annað en strá yfir höfuðið. Við erum hér í höfuðborginni að sækja varahluti í vélina hjá okkur sem er staðset í Malanje sem er í Malanje héraði. Höfum við ferðast nokkuð og ber landið og borgir þess veruleg merki að hér var heiftarlegt borgararstríð en er uppbygging nokkur og viðast þjóðvegir bara nokkuð góðir að sjá úr lofti. Höfum við séð nokkur þorp sem ekki hafa nokkurn aðgang nema með þyrlum. Býr það fólk bara nokkuð vel en frumstæt, hefur það t.d ekki aðgang að vélbúnaði til að stunda landbúnað og vinnur erfiðis vinnu til að rækta landið. Svo virðist vera að það fólk býr bara nokkuð vel ef ekki er haft í huga að meðalaldur þess er ekki nema 38 ár. Mjög erfit að átta sig á því og var ég nokkuð sleginn um daginn er ég var umkringdur af nokkrum þorpsbúum suður af Malanje. Kom aldur uppá borðið og þulurinn okkar spurði mig hve gamall ég er, 36 ára í ágætis formi. Var fólkið hissa og bar þeim öllum saman að ég var of serklegur til að vera 36 ára gamall.

Jæja ég læt þetta duga í bili en ég sendi fleiri fréttir háðan frá Angóla er við erum komnir í loftið aftur, liggur þá leiðinn til Lubango sem er bær í Huila héraði. Það liggur en í loftinu hvaða verkefni bíða okkar þar. Myndir af þessu ljómandi landi verða að býða þar til ég kem heim en ég tek allar myndir á filmu.

Kveðjur frá Luanda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Henry rambaði á síðuna  fyrir tilviljun.Það er nú rétt sem þú segir um þetta fólk í Afríku það er nú frekar nægjusamt og glatt.Og ekki hægt að segja annað en það er mjög skrítið að sjá nýjan Landcruser í þessu öllu.Eg vona að þú njótir þess að vera þarna.Kveðja héðan af sjónum við stredur Afríku þórir

þórir sigurðsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Henry Segura

Höfundur

Benedikt Henry Segura
Benedikt Henry Segura

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ..._at_15_52_2
  • ...0309_830905
  • ...0309
  • blog
  • blog1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 460

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband