CYHZ to BIKF eftir rúma viku.

Jæja þá er rétt rúm vika í að við komum heim, er þá liðið rúmt ár síðan að við vorum heima síðast. Vorum heima um vor en nú er það haust sem fær okkur og hefur þá Isabelle séð vetur, vor og haust.  Verðum að finna sumarið næst. Best er þó að fyrir ári var dollarinn á 48kr en í ár erum við að fá 78kr og hver veit hvað verður í næstu viku. Verður hægt að kaupa snúð á hverjum degi. Við komum með hjólin okkar og Chariot vagninn góða og bíðum spent að ferðast um borgina og njóta þessa að vera heima. Enda enginn staður sem jafnast á við Ísland. Isabelle ætlar að vera duglega að skoða söfn og njóta meningarinar en venjulega er hún dregin um fjöll og fyrðindi. 

 Hér hjá okkur í Vesturheimi er hitinn að ganga fram af mörgum en það var um 28°c í dag, flaug tvær ferðir í dag, SROSE, GSFGB og HIBER. Drakk rúma tvo lítra af vatni en vélin sem við vorum á er sú eina sem er ekki með loftkælingu(C-GSCH). Var ekki svo slæmt hjá okkur en mikð kvart og kvein í blessuðum farþegunum.  En við tók nokkuð notarleg ferð heim á hjólinu fór um Torbay, Middle Cove, Marine Drive og í gegnum bæinn, var tæpa tvo tíma að fara um 45km.  Verð að segja að veturinn gæti bara slept því að koma í ár, en í vikunni hef ég hjólað um 250km. Það jafnast ekkert á við þurt gott verður til að njóta þess að hjóla á götuhjólinu (cycle cross). 

 Nokkrar myndir, en þær voru teknar í fyrra er vorum heima.

isakskaftarsandarskogafosssnudursvartifosszakari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskurnar, æðislegar myndir frá ferðinni í fyrra :) .Okkur er farið að hlakka mikið til að fá ykkur aftur og ég tala nú ekki um strákana. Allt orðið klárt, veiðistangir á sínum stað, báturinn klár og það eina sem vantar eruð þið.

 Kveðja Mamma

Hafdís Ben (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 22:11

2 identicon

Flottar myndir síðan í fyrra. Hlökkum til að sjá ykkur aftur:)

Kv, litla systir.

Filippa (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Benedikt Henry Segura

Höfundur

Benedikt Henry Segura
Benedikt Henry Segura

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ..._at_15_52_2
  • ...0309_830905
  • ...0309
  • blog
  • blog1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband