15.3.2009 | 18:33
Þyrluslys hér hjá Cougar á Nýfudnarlandi.
Kæru vinir ég þakka öllum fyrir að hafa samband á síðustu dögum og einig afsaka að hafa ekki verið skjótari að senda fréttir til allra. En eins og flestir vita fórst vél hjá okkur, en Cougar 491 fórst á Fimtudaginn var með 18 mans og var einn maður hífður úr sjónum á lífi.
Sjálfur var ég áhafna meðlimur tilskilinn dag en átti að fara til HGRH á eftir Cougar 491 en hafði samband við OCC (operation control centre) um að ég kæmi ekki inn vegna bakverks. Maður getur alltaf hugsað eftir á að það eru önnur öfl sem hafa áhirf á okkar líf okkar og á hvern veg það fer. Eftir stendur þó að tveir starfsfélagar mínir mistu lífið og láta eftir sig fjölskildu og djúp sár í hjarta og huga okkar allra hér hjá Cougar Helicopters. Ekki má gleima fjölskildum og vinum 15 farþega sem mistu ástvinni sína í þessu hrikalega slysi.
Síðust fréttir hér eru að það er búið að finna brakið sem er á um 120m dýpi og um 40nm austur af St John´s. Okkur skilst að um vika til 10 daga taki að koma því á yfirborðið og hefja ransókn a óhappinu. Þarr til eru allar SK92 véla hjá okkur ekki noktun og fara ekki loftið áður en liggur fyrir hvað gerðist. Nokkuð ljóst er þó að meigin ransókn kemur til með að beinast að MGB (aðal gírkassanum) en áhöfn 491 hafði sambandi við OCC og tilkinti að þeir höfðu tapað öllum olíu þrísting og væru að snúa við til CYYT. Um tíu mínútum síðar tapaðist allt samband við 491. Nokkuð ljóst er að eitthvað fór skelfilega úrskeiðis og vonum við að það komi allt fram að lokinni ransókn. Um SK92 þá er hún útbúinn FDR(flight data recoding) og HUMS(health usage management system) en feikilega mikið af upplýsingum koma til með að sína flugferil og upplýsingar um kerfi vélarinar. Nokkuð ljóst er því að innan nokkura vikna, er búið verður að fara yfir FDR/CVR og HUMS. Að það koma til með að liggja fyrir nokkuð góðar upplýsingar hvað gerðist.
Ég læt þetta duga í bili en tvær myndir sem voru teknar í byrjun vikunar á leiðinni frá HGRH sem er sem stendur um 276nm austur af CYYT.
Um bloggið
Benedikt Henry Segura
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er leitt að heyra af félögum þínum......en jafnframt er gott að vita af þér heilum!!
kveðja
Gummi
Guðmundur Pétursson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.